Norðurljósasýning HRFÍ 4. – 5. mars 2023

Helgina 4-5. mars fór fram Norðurljósasýning HRFÍ og að þessu sinni tók einn Breton þátt. Netta var sýnd í ungliðaflokki í fyrsta sinn sem gekk svona glimrandi vel. Hún fékk ex-1, ck og 1. sæti (BOB) með íslenskt meistarastig, ungliðameistarastig og alþjóðlegt ungliðameistrastig. Dómari var Anthony Kelly frá Írlandi. Netta var sýnd af Sigrúnu Guðlaugardóttir og óskum við Erlu og Gumma innilega til hamingju með þennan flotta árangur hjá Nettu.