Norðurljósasýning HRFÍ 2020
Nú um helgina fór fram Norðurljósasýning HRFÍ sem einnig er alþjóðleg sýning og voru tveir bretonar sýndir. Almkullens Hríma var sýnd af Elínu Þorsteinsdóttur en Hríma nældi sér í bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig og var Best of Breed (BOB).
Hrímlands KK2 Ronja var sýnd af Viðari, eiganda sínum, í hvolpaflokki (6-9 mán) og fékk lofandi umsögn frá ungverska dómaranum, Levente Miklós, sem dæmdi alla í tegundahópi 7. Við óskum eigendum Hrímu og Ronju til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fjölmenna með Breton á næstu sýningu sem verður í sumar dagana 6.-7.júní.
Þökkum Pétri Alan fyrir myndirnar 🙂