Norðurlandasýning 12.-13. ágúst 2023
Þrír Bretonar voru sýndir laugardaginn 13. ágúst í frábæru veðri og það voru þau Netta, Myrtallens MA Björt og Hraundranga AT Ísey Lóa.
Netta og Björt fóru báðar í ungliðaflokkin þar sem Netta varð besti ungliði og besti hundur tegundar með sitt þriðja íslenska meistarastig og fyrsta norðurlandastig. Björt fékk Very Good dóm.
Hraundranga AT Ísey fór í yngri hvolpaflokkinn og fékk Lofandi umsögn og stóð sig mjög vel á sinni fyrstu sýningu. Dómarinn sem dæmdi dömurnar var Rui Oliveria frá Portúgal.
Við óskum dömunum og eigendum þeirra innilega til hamingju með árangurinn.