Norðurlanda- og Alþjóðleg sýning HRFÍ 10.-11. ágúst 2024
Um síðustu helgi var seinni sumarsýning HRFÍ haldin og voru 3 bretonar sýndir eða þau
Hrímlands BB Funi, Hraundranga AT Blue og Netta. Dómarar helgarinnar voru báðir frá Danmörku og dæmdi Jessie
Borregaard Madsen fyrri daginn og Carsten Brik seinni daginn. Hrímlands BB Funi var að koma á sýna fyrstu sýningu og fögnum við alltaf þegar nýjir bretonar mæta í dóm. Öll stóðu þau sig vel og voru úrslit helgarinnar eftirfarandi:
Laugardagur:
Hraundranga AT Blue (Ungliðaflokkur) með Excellent, Íslenskt-, Norðurlanda- og Ungliðameistarastig, Besti ungliðinn og besti hundur tegundar, BOB. Blue getur nú sótt um titilinn íslenskur Ungliðameistari og óskum við honum til hamingju með það.
Hrímlands BB Funi (Unghundaflokkur) með Excellent og vara Norðurlandastig
Sunnudagur:
Netta (Meistaraflokkur) með Excellent og Íslenskt- og Alþjóðlegt stig (CACIB) og besti hundur tegundar BOB
Hrímlands BB Funi (Unghundaflokkur) með Very Good
Hraundranga AT Blue (Unghundaflokkur) með Very Good.
Sunnudagurinn var ekki alveg búinn eftir þetta því Netta fór í úrslitahring í tegundahópi 7 og landaði þar 3.sætinu sem er einn besti árangur bretona á sýningu í áraraðir ef ekki sá besti 🙂 Við óskum Nettu og eigendum hennar, þeim Gumma og Erlu, innilega til hamingju með árangur Nettu og Elínu og Guðmundi með árangur strákanna Blue og Funa.