Kaldaprófið 2015 – árangur Fóellu bretona

Tveir bretonar, Fóellu Ari og Fóellu Kolka hlutu einkunn í Kaldaprófinu sem fór fram í Eyjafirði um síðustu helgi.

Albert og Fóellu Ari lönduðu 2 x 2. einkunn Dagfinnur og Fóellu Kolka lönduðu 1 x 3. einkunn. Með honum á myndinni er Svafar Ragnarson dómari.

Það er óhætt að óska drengjunum hjartanlega til hamingju með hundana sína. Virkilega gaman að sjá Fóellu afkvæmin springa út. Þau eru bara rétt að byrja sinn feril í opnum flokki.

Öll úrslit úr Kaldaprófinu er hægt að finna á vefsíðu Fuglahundadeildar: http://www.fuglahundadeild.is/.

Hér má sjá fjögur af fimm afkvæmum úr Fóellu gotinu frá 2012. Frá vinstri: Kolka, Ari, Myrra og Stekkur. Á myndina vantar Svafar Ragnarson eiganda Myrru.
Allir þessir hvolpar hafa nú hlotið einkunn í vinnuprófi. Veiðiprófum og/eða sækiprófum. Vel af sér vikið. Nú þurfa Myrra og Stekkur að fara að spýta í þófana og næla sér í einkunn í opnum flokki 🙂

11226184_10206694235614783_2997862465913233865_n

Myndirnar tók Pétur Alan Guðmundsson. Við þökkum fyrir okkur 🙂