Góður árangur hjá breton í unghundaflokki
Írsk seta prófið fór fram 22. apríl – 24. apríl sl. Tveir bretonar tóku þátt. Fóellu Kolka tók þátt í keppnisflokki 24. apríl og Vinterfjellets BK Héla tók þátt í unghundaflokki 22. og 23. apríl.
Vinterfjellets Bk Héla hlaut 1. einkunn unghundaflokki og var valin besti hundur í unghundaflokki 22. apríl og þann 23. apríl hlaut hún 2. einkunn. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessari ungu tík.
Eigandi og leiðandi: Dagfinnur Smári