Glæsilegur árangur!

1509853_971102549648170_9001475640876561333_nÞað er óhætt að segja að Fóellu Kolka og Dagfinnur hafi komið séð og sigrað í Bendisprófinu sem fór fram helgina 1. – 3. apríl sl. Kolka hljóp í opnum flokki föstudag og laugardag. Hún gerði sér lítið fyrir og hlaut 1. einkunn báða dagana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fóellu Kolka sýnir hæfileika sýna með ótvíræðum hætti. Hún hefur áður hlotið 1. einkunn  bæði í unghundaflokki og í opnum flokki.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessari flottu tík. Til hamingju Kolka og Dagfinnur Smári. (myndin af þeim feðginum er ekki tekin eftir Bendisprófið. Hún er tekin eftir Kaldaprófið vorið 2015)

Önnur úrslit úr Bendisprófinu má finna á síðu Fuglahundadeildar www.fuglahundadeild.is

Næsta veiðipróf, Írsk seta prófið, fer fram helgina 22. – 24. apríl. Dómarar eru erlendir og innlendir. Skráningarfrestur er til 13. apríl.