Glæsilegur árangur hjá bretonum í Ellaprófinu

Bretonar stóðu sig með glæsibrag á Ellaprófinu sem fram fór um helgina. Fuglahundadeild hafði venju samkvæmt veg og vanda að skipulagningu prófsins.  Veður var með besta móti og skráning var góð.

Árangur bretona á 1. degi prófsins þann 6. mars

Almkullens Hríma  1.einkunn í opnum flokki og var valin besti hundur prófs.

Fóellu Snotra 2. einkunn í opnum flokki

Rypleja’s Klaki  2. einkunn opnum flokki

Hrímlands KK2 Ronja með 2. einkunn og besti unghundur prófs.

Dagfinnur Smári með Klaka og Hrímu. Klaki fékk við þetta tækifæri afhentar viðurkenningar frá FHD fyrir árangur í Stóra haustprófinu 2019 og 2020.

Árangur bretona á 2. degi prófsins þann 7. mars:

Fóellu Snotra 1. einkunn. Snotra var einnig valin besti hundur prófs og besti hundur helgarinnar og hlaut Ellastyttuna sem er farandbikar veittur til minningar um Erlend Jónsson.

Hrímlands KK2 Ronja  2. einkunn í UF.

Kári með Snotru.

Við óskum eigendum og leiðendum bretona sem og öllum öðrum eigendum og leiðendum hjartanlega til hamingju með einkunnir í prófinu.

Glaðir eigendur og leiðendur með dómurum helgarinnar.

 

Dómarar um helgina voru Pétur Alan Guðmundsson sem einnig var fulltrúi Hrfí, Svafar Ragnarson og dómaraneminn Einar Örn Rafnsson. Prófstjórar voru þeir Jón Ásgeir Einarsson og Viðar Örn Atlason.

Árangur allra þátttakenda verður að hægt að skoða innan skamms á heimasíðu Fuglahundadeildar: http://www.fuglahundadeild.is/Newsmynd.aspx?ArticleID=2202