Ellaprófið 2022
ISCh, ISJCh, NORDICCh, RW-18-21 Fóellu Aska hlaut 1. einkunn og var valin besti hundur prófs í dag, á öðrum degi Ellaprófsins sem haldið er af Fuglahundadeild. Glæsilegur árangur hjá Ösku og hin eftirsótta Ellastytta fellur nú annað árið í röð til bretona. Alsystir og gotsystir Ösku, Fóellu Snotra, hlaut styttuna á síðasta ári. Við óskum Eydísi og Helga hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur. Öðrum einkunnahöfum óskum við einnig hjartanlega til hamingju með árangur helgarinnar.