Dagur 1 og 2 í Vorsteh-prófi 4.-5.okt 2019

Dagur 2:

Það gekk vel hjá Rypleja´s Klaka og Dagfinni í dag en þeir tóku þátt í keppnisflokki þar sem Klaki náði 2. sæti. Þetta er er í fyrsta skiptið sem Klaki fær sæti í KF og það verður spennandi að fylgjast með þeim félögum í framtíðinni. Við óskum Klaka og Dagfinni til hamingju með árangurinn.

Midtvej´s Assa tók einnig þátt í KF í dag en náði því miður ekki sæti.

 

Dagur 1:

Systurnar Fóellu Myrra og Fóellu Kolka 1. einkunn í OF þar sem Fóellu Myrra var einnig valinn besti hundur prófs í OF. Við óskum þeim systrum og eigendum þeirra innilega til hamingju með árangurinn.

Norðan-Garri náði ekki einkunn en þetta var hans fyrsta prófraun í OF en stóð sig vel engu að síður.

Almkullens Hríma hljóp í UF en fékk engan fugl í sínum sleppum en hljóp í 70 mín. og var því bara óheppin að rekast ekki á fugl.