Bretonfréttir

Þessa helgina fer fram veiðipróf Vorstehdeildar. Gaman er að segja frá því að bretonar eru þar á meðal þátttakenda.
Hinn ungi og efnilegi Rypleja’s Klaki tók þátt í unghundaflokki í gær og nældi sér í 3. einkunn. Góð byrjun sem fer án efa uppávið næstu misserin. Í dag hleypur svo Fóellu Kolka með eiganda sínum Dagfinni Smára í keppnisflokki. Mikill gæðingur þar á ferð sem nú þegar hefur unnið sér inn fjölda 1. einkunna og  unnið sæti í keppnisflokki. Uppfært: Fóellu Kolka náði 4. sæti í keppnisflokki sunnudaginn 8. apríl.

Af fegurðarsýningum bretona í vetur er það að frétta að tveir nýjir hundar voru sýndir í vetur. Báðir í ungliðaflokki. Annarsvegar Fóellu Aska og Rypleja´s Klaki. Báðir hundarnir hlutu framúrskarandi einkunn “excellent”.

Af innflutningi nýrra bretona eru einnig fréttir því að nú er kominn nýr rakki til landsins. Hann var sóttur til Noregs af Sigga Benna um páskana. Þessi myndarlegi ljúfi hvolpur heitir “Norðan – Garri” og við munum útbúa síðuna hans fljótlega.