Bretonfréttir!

Þrír bretonar tóku þátt í hundasýningu Hrfí sem haldin var á Víðstaðatúní helgina. Þetta voru þau Fóellu Aska, Fóellu Snotra og Rypleja’s Klaki. Þau eru öll ungliðar og stóðu sig frábærlega. Fengu verðskuldað excellent öll þrjú. Það er afar ánægjulegt að allir þessir hundar eru mjög efnilegir alhliðahundar. Hafa öll tekið þátt í veiðiprófum og, eru komin með einkunn.

Rypleja’s Klaki var valin besti hundur tegundar fyrri daginn og var að auki valinn 4. besti hundur í grúbbu 7 fyrri sýningardaginn. Fóellu Aska hlaut BOS fyrri daginn.

Glæsilegt hjá þessum ungliðum. Til hamingju eigendur með hundana ykkar 🙂