Bretonfréttir
Írsksetaprófinu lauk í dag með keppnisflokki. Það voru þaulreyndar hetjur sem öttu kappi ásamt fleiri góðum leiðendum og hundum. Sérstaklega ánægjulegt að Midvej´s Assa nældi sér í þriðja sæti á eftir Enska pointernum Karacanis Hörpu og Þýska bendinum Heiðnarbers Byl. Því miður voru engir fuglar í sleppum hjá Fóellu Kolku en hún átti frábæran dag í gær með 1. einkunn og var valinn besti hundur prófs. Þetta var sannkölluð fjölskylduhelgi hjá Fóelluræktuninni. Til hamingju eigendur og leiðendur.