Bretonfréttir
Þeir gera það gott bretonarnir sem taka þátt í veiðiprófi Írsksetadeildar sem hóft í gær. Í dag hljóp Fóellu Kolka í opnum flokki og gerði sér lítið fyrir að náði 1. einkunn og var valinn besti hundur prófs. Alls hlutu þrír hundar einkunn í opnum flokki í dag. Á myndinni eru frá vinstri Friðrik með Veiðimela Jökul, Dagfinnur með Kolku, dómarinn Ingrid Frenning og Margrét með Helguhlíðar Rösk. Til hamingju Dagfinnur og Kolka og aðrir einkunnahafar!
Á morgun 21. apríl hlaupa svo mæðgurnar Fóellu Kolka og Midvej´s Assa í keppnisflokki. Upplýsingar um stað og stund má finna á fb síðu Írsksetadeildar.