Breton-fundur í desember 2019
Fimmtudaginn 5.desember síðastliðinn var fyrsti formlegi fundur Breton eigenda á Íslandi haldinn. Boðað var til fundarins til að þjappa saman Breton fólki og eins að ákveða um framtíð Breton á Íslandi. Byrjað var á að Dagfinnur setti fund og bað Don Breton (Sigga Benna) um að fara yfir sögu Breton sem hófst um 1986 með áskrift af amerískum veiðiblöðum þar sem fjallað var um standandi fuglahunda. Siggi kom inn á komu fyrstu Breton hundana þeirra Tandra og Pílu sem gaf af sér eitt got þeirra á milli og einn hvolp (Apríl). Siggi sagði einnig frá innfluttningi á þeim XO og Össu frá Danmörku, XO kom 2008 og Assa 2010 en að þessum innfluttning stóðu ásamt Sigga þeir Albert Steingríms og Jón Garðar. Þau voru svo pöruð 2012 og fæddust þá 5 Fóellu hvolpar. 2012 flutti Ívar Þór Þórisson B-Billa inn frá Noregi og 2015 voru svo Bylur og Héla einnig flutt inn frá Noregi en að þeim innfluttningi stóðu Stebbi Kalli, Daffi, Siggi Benni, Pétur Alan og Ívar Þór. Næst var komið að pörun Össu og Byls og fæddust þá 8 Fóellu hvolpar 2017. 2018 var Klaki fluttur inn frá Noregi af Sigga Benna, Stebba Kalla og Daffa. Síðar á árinu 2018 var svo ákveðið að flytja inn 2 hunda til viðbótar, Garri kom frá Noregi og Hríma frá Svíþjóð og aftur voru það Stebbi Kalli, Daffi og Siggi Benni sem að innfluttningi stóðu. Fyrsta Hrímlands gotið kom 2018 og voru þau Kolka og Klaki pöruð, þar lifðu 5 hvolpar. 2019 voru Kolka og Klaki pöruð aftur og fæddust 7 hressir Hrímlands hvolpar. Snemma á árinu 2019 barst áhugavert símtal frá Frakklandi sem ekki var hægt að hafna og bættust þá þau Puy Tindur og Pi Blika við Breton stofnin í desember. Tindur er fluttur inn af Eydísi og Helga og Blika af Hrímlands ræktun. Samtals eru til 34 Breton hundar á Íslandi.
Næst var farið yfir stöðu Breton innann FHD og framtíðina, staðan innan FHD er slæm þar sem Breton á enga rödd. Lýðræði og samtal innan FHD er ekkert og hefur ekki verið síðustu 3 ár. Ræddar voru hinar ýmsu hliðar og hvernig ætti að koma rödd Breton að og betri stjórnarháttum innan FHD, einnig hvort stofna ætti sér deild um Breton. Flestir voru sammála að staða innan deilda í grúbbu 7 væri ekki góð og að bæta við deild leysti sennilega engan vanda, frekar væri að vinna að sameiningu deilda og vera með tegundar klúbba. Fundurinn samþykkti einróma að stofna Breton klúbb sem mundi vinna sem þrýstihópur í málefnum grúbbu 7 innan deilda og HRFÍ. Valdir voru í stjórn þeir Svafar, Siggi Benni og Bragi en Breton klúbburinn mun standa fyrir æfingagöngum á heiðinni, upplýsingum um próf og æfingum á heiði sem og að vera sýnileg á sýningum HRFÍ undir nafni Breton. Breton klúbburinn mun ekki fara í tegundargreiningu þegar kemur að upplýsingagjöf og verða viðburðir á vegum klúbbsins öllum opnir.
Fyrsta verk stjórnar Breton klúbbsins er að skrifa bréf til stjórna HRFÍ og FHD þar sem farið er fram á frestun á gildistöku nýrra veiðiprófsreglna en það var einróma samþykki fundarmanna að þær nýju reglur sem FHD ein deilda vil að taki gildi nú um áramót sé ekki farandi eftir.
Ákveðið var að halda landsmót Breton eiganda um miðjan ágúst 2020 og fá þá hingað erlendan Breton þjálfara og ræktanda til að hafa námskeið fyrir Breton eigendur, unnið er að dagskrá og að finna heppilegan stað fyrir landsfundinn.
Á fundinn í Sólheimakoti mættu 19 Breton eigendur og voru um 8 aðrir í netsambandi en fundurinn var sendur út sem lokaður viðburður á Facebook Live.