Bretonar bestir í dag
Veiðpróf Norðanhunda fer fram um þessa helgi, 9. – 10. október. Prófið í dag hófst á Vaðlaheiði en var síðar fært vegna þoku að Narfastöðum og Stafni í Reykjadal. Niðurstöður eftir fyrri dag eru ánægjulegar fyrir unnendur bretona. Tveir hundar hlutu 2. einkunn. Bretonarnir Puy Tindur De La Riviere Ouareau, leiðandi Eydís Elva Þórarinsdóttir og Hrímlands KK2 Ronja, Leiðandi Viðar Örn Atlason. Besti hundur prófsins í dag var Tindur. Við óskum eigendum og leiðendum hjartanlega til hamingju með þessa flottu hunda.