Arionpróf Vorstehdeildar

Um síðustu helgi fór fram Líflands- Arionpróf Vorstehdeildar . Tveir bretonar nældu sér í einkunn um þessa helgi. Hrímlands KK2 Ronja fékk 2. einkunn bæði á föstudag og laugardag. Hún hlaut lofsamleg ummæli hjá dómurum og óskum við eiganda og leiðanda hennar, Viðari Erni Atlasyni hjartanlega til hamingju með góðan árangur. Bylur lét svo ekki sitt eftir liggja og sótti 1. einkunn á laugardeginum. Leiðandi og eigandi Byls er Stefán K. Guðjónsson. Aldeilis flottur árangur hjá þeim félögum. Við óskum Stefáni hjartanlega til hamingju sem og öllum þátttakendum sem hlutu einkunn um þessa helgi. Dómari í prófinu var Andreas Bjørn. Dómaranemi, sem nú hefur lokið prófdómaranáminu var Einar Örn Rafnsson. Óskum við honum hjartanlega til hamingju með námslokin og óskum honum alls hins besta á dómaraferlinum.

Einkunnahafar ásamt dómurum. Mynd tekin af www.vorsteh.is