Alþjóðleg sýning HRFÍ 4.-5.10.25

Nú um helgina fór fram alþjóðleg sýning HRFÍ og að þessu sinni var dómarinn frá Ungverjalandi, György Tesics. Tveir bretonar mættu í dóm á laugardeginum hjá György og voru það Hrímlands HB Bangsi og Hraundranga AT Ísey Lóa. Það er alltaf gaman þegar nýjir bretonar koma í dóm en Bangsi var að mæta á sína fyrstu sýningu.
Úrslit voru:

Hrímlands HB Bangsi var sýndur af Elís í opnum flokki og varð besti hundur tegundar, BOB, með Excellent og bæði Íslenskt og Alþjóðlegt stig (CACIB).
Hraundranga AT Ísey Lóa var sýnd af Guðjóni í vinnuhundaflokki og fékk Excellent.

Við óskum Bangsa og Elís, Ísey og Guðjóni til hamingju með árangurinn og hlökkum strax til næstu sýningar í lok nóvember.

Hrímlands HB Bangsi – BOB
Hraundranga AT Ísey – Excellent

Það er einnig gaman að segja frá því að nú á dögunum fékk Netta staðfestingu á nýjasta sýningartitlinum sýnum frá FCI og er nú Alþjóðlegur Sýningarmeistari (CIE) og auðvitað óskum við Guðmundi og Erlu til hamingju með fallegu Nettu.

C.I.E ISSHCH NORDICCH ISJCH ISW23 RW24-25 Netta


🙂 Áfram Breton 🙂