Áfangafellspróf FHD 19-21.09.25

Fyrsta próf haustsins er nú yfirstaðið og var það haldið á Auðkúluheiði þar sem tveir norskir dómarar komu og dæmdu prófið, Örjan Alm og Daniel Östensen. Þrír Bretonar mættu í próf, Hraundranga Mói og Ísey mættu í Opinn flokk og Hraundranga Assa í Keppnisflokk. Slatti var af fugli á heiðinni sem skartaði sínu fegursta bæði föstudag og laugardag en sunnudagurinn var aðeins blautur.

Hraundranga Ísey nældi sér í 2.einkunn og BHP á laugardeginum og var dómari þá Örjan Alm en Mói og Assa náðu ekki að nýta sín tækifæri að þessu sinni. Við óskum Ísey og Guðjóni innilega til hamingju með einkunn og þökkum FHD fyrir gott próf.

Hraundranga AT Ísey – 2.einkunn OF Dómari Örjan Alm