Bretonar með frábæran árangur í Áfangafelli
Áfangafellsprófi Fuglahundadeildar lauk í gær. Þetta stærsta próf ársins sem markar lok veiðprófa fuglahunda ár hvert var venju samkvæmt haldið á Auðkúluheiði. Bretonarnir okkar áttu stórleik í prófinu undir handleiðslu Dagfinns Smára. Almkullens Hríma landaði 2 x 1. einkunn og í gær var hún valin besti hundur prófsins. Glæsilegur árangur. Bylur átti svo stórleik í keppnisflokki. Hann landaði ekki aðeins 1. sæti heldur hlaut einnig meistarastig. Við óskum eigendum Dagfinni Smára og Stefáni hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Dómarar í prófinu komu frá Noregi þau Marius Aakervik og Mona Himo Aakervik. Með þeim gekk Einar Örn Rafnsson dómaranemi.