Bretonfréttir!
Dagana 6-11. desember fóru Dagfinnur, Eydís og Helgi til Frakklands til að ná í nýjustu breton hundana okkar þau Bliku og Tind.
Ferðin gekk vel og dvöldu þau saman í nokkra daga hjá ræktenda þeirra, Nathalie Trois hjá De la Riviére Ouareau-ræktun.
Blika og Tindur dvelja núna í einangrunarstöðinni á Höfnum og er mikil tilhlökkun hjá eigendum fara að sækja þau snemma á nýja árinu. Blika mun búa fyrir austan hjá Stefáni Karli og fjölskyldu og Tindur á Akureyri hjá Eydísi og Helga.