Almkullens Hríma
Almkullens Hríma kom úr einangrun 22.ágúst síðast liðinn. Hríma er fædd 22.12.2017 og er því 8 mánaða gömul. Hún hvít/orange.
Almkullens ræktunin er í Svíþjóð og hefur gefið af sér marga mjög góða veiði- og sýningarmeistara. Einnig hafa hundar úr ræktunninni verið að skora hátt á sækiprófum í svíþjóð.
Hríma er 3. og síðasti breton hundurinn sem fluttur verður til landsins í bili. Hún býr á Akureyri hjá þeim Dagfinni Smára og Aðalheiði, Kolku og Klaka.
Það verður gaman að fylgjast með þessum nýju hundum þeim Klaka, Garra og Hrímu. Fyrir utan það mikilvæga hlutverk að verða veiðifélagar og hluti af fjölskyldu eigenda þá fá þau það mikilvæga verkefni að stækka genamengi bretona á Íslandi.
Það verkefni er nú þegar hafið því er búið að para Rypleja´s Klaka og Fóellu Kolku. Við bíðum spennt eftir árangrinum 🙂