Nýtt blóð

Á Íslandi eru menn duglegir að leita uppi efnileg ræktunardýr og flytja inn.  Genamengið er lítið og mikilvægt að vanda til verka. Einn nýr breton kom til landsins sl. haust, Rypleja’s Klaki.

 

Klaki kemur frá Noregi og verðum við að teljast afar heppin að fá til okkar þetta dýr. Hann er fæddur í mars 2017 og er hálfbróðir Rybelja´s Hélu heitinnar sem fórst af slysförum á síðasta ári. Hún var eitt af okkar efnilegasta ræktunardýrum og var því mikill missir.

Klaki er þriðja dýrið sem flutt er inn til að hefja uppbygginu bretonstofnsins á Íslandi. Faðir hans er NJ(K) Ch WJCh Reisavannet’s Ja-Kaos og móðir er Ismenningens B – Caza sem er gotsystir Ismenningens B – Billi.

Að innlutningni Klaka standa þeir Dagfinnur Smári, Sigurður Benedikt og Stefán Karl. Þeir félagar hafa nú þegar staðið að innflutningi á þremur ræktunardýrum og fleiri dýr eru væntanleg. Það eru því spennandi tímar framundan hjá bretonfólki.

Það verður líka mjög spennandi að fylgjast með Klaka í framtíðinni en hann hefur þátttöku í veiðiprófum á Íslandi í vor. Búið er að sýna Klaka á sýningu hjá Hrfí einu sinni og dæmist hann “framúrskarandi” í ungliðaflokki.

Smellið á myndina til að skoða síðuna hans Klaka.