Góður árangur bretona í Kaldaprófinu
Það er ánægjulegt að færa góðar fréttir af bretonum á Íslandi. Í Kaldaprófinu sem fór fram helgina 6. – 8. maí stóð Vinterfjellet’s Bk Héla sig hreint frábærlega. Laugardaginn 7. maí hljóp hún í 1. einkunn og var valin besti hundur prófs. Á sunnudeginum hlaut hún 2. einkunn og var valin besti hundur prófs. Hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur Dagfinnur!
Héla er nú á öðru ári og á eftir eitt tímabil í unghundaflokki. Það verður spennandi að fylgjast með þessu nýja blóði næstu árin.