Kaldapróf Norðurhunda 2021

Kaldapróf Norðurhunda fór fram  helgina 30. – 2. maí. Nokkrir bretonar voru meðal þáttakenda, þau Bylur, Rypleja´s Klaki, Almkullens Hríma og Blika. Eigendur og leiðendur voru Dagfinnur Smári og Stefán.

Rypleja´s Klaki hlaut 2. einkunn í opnum flokki á laugardegi og var valinn besti hundur prófs. Bæði Bylur og Blika áttu góð hlaup en áttu ekki séns á fugli í sínum sleppum. Á sunnudeginum var keppt í keppnisflokki. Þar landaði Almkullens Hríma 1. sæti og Ryplejas´s Klaki 2. sæti.  Glæsilegur árangur hjá bretonum!

Upplýsingar um árangur hunda og leiðenda um helgina er hægt að finna á fb síðu Norðurhunda: https://www.facebook.com/groups/nordurhundar

Við óskum öllum einkunnahöfum hjartanlega til hamingju með árangurinn um helgina 🙂

Dómarar í prófinu voru þeir Guðjón Arinbjarnarson, Kjartan Lindböl og Svafar Ragnarsson.  Dómaranemi í keppnisflokki var Einar Örn Rafnsson. Prófstjóri var Dagfinnur Smári og fulltrúi Hrfí var Guðjón Arinbjarnarson.